Fréttasafn



28. jún. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Ný námsleið fyrir þá sem eiga óklárað nám í rafvirkjun kynnt

Á félagsfundi Samtaka rafverktaka, SART, sem fór fram í dag í Húsi atvinnulífsins var kynnt ný námsleið sem RAFMENNT ætlar að bjóða upp á fyrir þá sem eiga óklárað nám í rafvirkjun. Námið verður byggt upp á verkefnum sem nemendur leysa á þeim hraða og tíma sem hentar.

Á félagsfundinum voru einnig veittar upplýsingar um stöðu málefnis sem Fagnefnd SART er að vinna með HMS er varðar sverleika töfluvírs en mikil umræða er meðal löggiltra rafverktaka um athugasemdir sem skoðunarstofur hafa verið að gera við verklag sem stundað hefur verið athugasemdalaust í áratugi.

Fundinum var einnig streymt. 

Mynd1_1687960790518Þór Pálsson, skólameistari RAFMENNTAR.

Mynd2_1687960806552Kristján D. Sigurbergsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. 


Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/840953215