Ný skýrsla um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn
Samtök leikjaframleiðenda, IGI, í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu hafa gefið út nýja skýrslu um stöðu tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi. Í skýrslunni sem unnin er af Northstack kemur meðal annars fram að hér á landi starfa 17 tölvuleikjafyrirtæki með 345 starfsmenn.
Á árunum 2009-2016 tvöfaldaðist velta í greininni úr nærri 7,5 milljörðum króna í 14,5 milljarða króna á ári. Tekjur íslenska leikjaiðnaðarins eru uppsafnað 100 milljarðar króna síðustu tíu ár og koma þær að mestu erlendis frá en gjaldeyristekjur greinarinnar eru um 95% af veltu fyrirtækja í greininni. Frá 2009 hafa íslensk leikjafyrirtæki gefið út 83 leiki eða 1,5 leik að meðaltali í hverjum mánuði. Sumir af fremstu fjárfestum heims á þessu sviði hafa fjárfest í íslenskum leikjafyrirtækjum, þ.m.t. Sequoia, Tencent og Index Ventures.
Í skýrslunni kemur fram að ein helsta hindrun áframhaldandi vaxtar í greininni hér á landi er skortur á sérfræðingum og fólki með menntun sem tengist tölvuleikjaiðnaði. Þá er bent á leiðir til að styðja við og lækka rekstrarkostnað fyrirtækjanna og hvernig ýta megi undir fjármögnunarúrræði ungra leikjafyrirtækja.
Hér er hægt að nálgast skýrsluna.
Viðskiptablaðið, 19. desember 2019.
Bylgjan, 19. desember 2019.
Kjarninn, 19. desember 2019.
Fréttablaðið, 20. desember 2019.
Fréttablaðið, 21. desember 2019.
vb.is , 21. desember 2019.
vb.is, 22. desember 2019.