Fréttasafn



14. maí 2024 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Ný stjórn Félags blikksmiðjueigenda

Félag blikksmiðjueigenda hélt aðalfund og árshátíð félagsins dagana 3.-5. maí sl. á Selfossi. Kosin var nýr formaður félagsins, Stefán Þ. Lúðvíksson, en fyrrum formaður Sævar Jónsson hafði sinnt embættinu í 12 ár. Einnig voru kosnir tveir nýir stjórnarmenn en það eru þeir Gauti Fannar Gestsson og Sveinn Finnur Helgason. Aðrir í stjórn eru Hallgrímur Atlason, Sigurrós Erlendsdóttir og Jónas Freyr Sigurbjörnsson.

Á árshátíðarkvöldi félagsins voru þremur aðilum úr félaginu veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Karl Hákoni Karlsson og Sigurrós Erlendsdóttir fyrir öflugt starf í tengslum við menntamál blikksmiða og Ágústi Páli Sumarliðasyni fyrir meira en 10 ára stjórnarstörf. 

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda, talið frá vinstri, Stefán Þ. Lúðvíksson, Sveinn Finnur Helgason, Gauti Fannar Gestsson, Hallgrímur Atlason, Sigurrós Erlendsdóttir og Jónas Freyr Sigurbjörnsson.

IMG_3520Gullmerkishafar, talið frá vinstri, Ágúst Páll Sumarliðason, Karl Hákon Karlsson og Sigurrós Erlendsdóttir.

4_1715616242919Þröstur Hafsteinsson, fundarstjóri og formaður uppstillingarnefndar.

3_1715616259106Sævar Jónsson, fráfarandi formaður Félags blikksmiðjueigenda.