Fréttasafn



21. nóv. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags löggiltra rafverktaka

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags löggiltra rafverktaka, FLR, sem fór fram í Húsi atvinnulífsins. Stjórnina skipa Pétur Halldórsson formaður, Helgi Rafnsson varaformaður, Jóhann Unnar Sigurðsson ritari, Bergrós Björk Bjarnadóttir meðstjórnandi og Róbert Einar Jensson meðstjórnandi. Varamenn eru Hafþór Ólason og Kristján Sveinbjörnsson.

Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust hélt Valdemar Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans fróðlegan fyrirlestur sem hann nefndi Rafsegulsviðs – hætta eða hugarvíl.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Kristján D. Sigurbergsson, Hafþór Ólason, Róbert Einar Jensson, Pétur Hákon Halldórsso, Kristján Sveinbjörnsson og Jóhann Unnar Sigurðsson.