18. apr. 2023 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Ný stjórn Félags pípulagningameistara

Aðalfundur og árshátíð Félags pípulagningameistara var haldinn á hótel B59 í Borgarnesi laugardaginn 15. apríl síðastliðinn. Á fjölmennum aðalfundi var Böðvar Ingi Guðbjartsson endurkjörinn formaður félagsins. Í nýrri stjórn félagsins sem sést á myndinni hér að ofan eru, talið frá vinstri, Ársæll Óskarsson, Magnús Björn Bragason, Kári Samúelsson, Sigurður Reynir Helgason, Böðvar Ingi Guðbjartsson og Árni Gunnar Ingþórsson. 

Almar Gunnarson f.v. varaformaður FP lét af störfum og voru honum þökkuð góð störf fyrir félagið.

Á vef Félags pípulagningameistara, piparinn.is, er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.

Adalfundur-april-2023Fjölmennt var á aðalfundi Félags pípulagningameistara sem fór fram í Borgarnesi.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.