Fréttasafn



6. okt. 2020 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Ný stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga

Á aðalfundi Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, sem haldinn var með rafrænum hætti var kosin ný stjórn félagsins. Reynir Sævarsson, Efla, er formaður FRV, auk hans eru í stjórn Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit, Guðjón Jónsson, VSÓ, Haukur J. Eiríksson, Hnit, og Ólöf Helgadóttir, Lota. 

Kristinn Guðjónsson, Hnit, gekk úr stjórn félagsins eftir nokkurra ára stjórnarsetu. Sömuleiðis lét Arnar Kári Hallgrímsson, Eflu, af störfum sem formaður Yngri ráðgjafa sem er deild innan FRV. Voru þeim báðum færðar bestu þakkir fyrir störf þeirra í þágu félagsins. 

Í stjórn Yngri ráðgjafa eru Sandra Rán Tryggvadóttir, Mannvit, formaður, Hjörtur Sigurðsson, VSB, Ingimar Jóhannsson, Efla, Karl Valur Guðmundsson, Lota, Ragnar Steinn Clausen, Verkís, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ, og Vignir Val Steinarsson, Hnit.

Fundurinn gekk vel fyrir sig og góðar umræður mynduðust.

Á myndinni eru Reynir Sævarsson, formaður FRV, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, sem var fundarstjóri á fundinum.