Fréttasafn6. maí 2021 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Ný stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga

Ný stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga var kosin á rafrænum aðalfundi sem haldinn var í morgun. Á fundinum fór Reynir Sævarsson, formaður FRV og formaður Eflu, með skýrslu stjórnar. Hann fór yfir stöðu áherslumála félagsins sem og helstu viðburði og verkefni. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Yngri ráðgjafa, fór með skýrslu Yngri ráðgjafa. Hún sagði m.a. frá fundaröð YR um nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð, norrænu samstarfi o.fl. Fundarstjóri var Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.  

Stjórnin FRV er þannig skipuð að Reynir Sævarsson, Eflu, verður áfram formaður, aðrir í stjórn eru Guðjón Jónsson, VSÓ ráðgjöf, Haukur J. Eiríksson, Hnit, Hjörtur Sigurðsson, VSB, og Ólöf Helgadóttir, Lotu. Varamaður í stjórn er Gunnar Sv. Gunnarsson, Mannvit. 

Áður en hefðbundin aðalfundarstörf hófust fór Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, yfir stöðu innviða og vinnu sem unnin hefur verið á vegum FRV og SI í þeim málaflokki á starfsárinu. Ingólfur fór meðal annars yfir skýrslu SI og FRV um ástand innviða. Hann fór einnig yfir stöðu verkfræðigreinarinnar og byggingariðnaðarins í heild sinni.

Hér er hægt að nálgast glærur Ingólfs frá fundinum.

Fundur-06-05-2021-1-Formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga Reynir Sævarsson, Eflu, og Eyrún Arnardóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, stýrðu fundinum frá skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins.