Fréttasafn15. jan. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafeindatæknifyrirtækja

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags rafeindatæknifyrirtækja, FRT, sem fram fór í gær. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 en einnig gátu félagsmenn tengst fundinum í gegnum Zoom.

Sigurður Gunnarsson var endurkjörinn formaður og meðstjórnendur voru kosnir Guðni Einarsson, Gunnar Gunnarsson, Hjörtur Árnason og Vilmundur Sigurðsson.

FRT var stofnað árið 1962 og hét þá Meistarafélag rafeindavirkja. Félagssvæðið er allt landið.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sveinn Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Hjörtur Árnason og Guðni Einarsson auk fundarmanna sem tóku þátt með rafrænu viðmóti.