Ný stjórn Félags rafeindatæknifyrirtækja
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags rafeindatæknifyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. föstudag. Í stjórninni sitja Hjörtur Árnason formaður, Guðni Einarsson og Sigurður Gunnarsson meðstjórnendur, og Vilmundur Sigurðsson og Halldór Gunnarsson voru kjörnir varamenn.
Félag rafeindatæknifyrirtækja er aðildarfélag Samtaka rafverktaka, Sart. Á dagskrá fundarins voru fjölmörg mál, meðal annars var rætt um menntamál rafeindavirkja og auglýsingar Félags rafeindatæknifyrirtækja undir merkjum www.meistarinn.is og kom fram mikil ánægja félagsmanna með hvernig til tókst.
Vilmundur Sigurðsson, Halldór Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Guðni Einarsson og Hjörtur Árnason.
Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Sart, Vilmundur Sigurðsson, Halldór Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Guðni Einarsson, Hjörtur Árnason og Hjörleifur Stefánsson, formaður Sart.