Fréttasafn



10. des. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafeindatæknifyrirtækja

Á aðalfundi Félags rafeindatæknifyrirtækja, FRT, sem fór fram fyrir skömmu tilkynnti Hjörtur Árnason að hann léti af formennsku eftir yfir tuttugu ára starf í stjórn FRT, þar af fjölda ára sem formaður. Hann þakkaði samstarfsfólki sínu og sérstaklega Kristjáni Daníel Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka rafverktaka, fyrir traust og gott samstarf í gegnum árin. Nýr formaður FRT er Guðni Einarsson. Meðstjórnendur eru Halldór Gunnarsson og Sigurður Gunnarsson. Varamenn eru Davíð Valdimar Arnalds og Ólafur Friðrik C. Rowell. 

Á starfsárinu 2025 hefur FRT lagt ríka áherslu á að efla fagmennsku, tryggja réttindi greinarinnar og styrkja stöðu rafeindavirkja sem löggiltrar iðngreinar í tæknivæddu samfélagi. Unnið hefur verið ötullega að hagsmunamálum félagsmanna og stefnumótun til framtíðar. Félagið stækkaði á árinu með nýjum félagsmönnum og á starfsárinu hefur stjórn haldið fjóra fundi auk vinnufunda um stefnumótun. Einnig hefur formaður FRT tekið virkan þátt í fundum á vegum Starfsgreinaráðs, SART, Rafmenntar og Samtaka iðnaðarins (SI), þar sem fjallað hefur verið um margvísleg mál er varða menntamál, lagasetningu og réttindi iðngreina.

Á vef Sart er hægt að nálgast frekari upplýsingar um aðalfundinn.

Ný stjórn FRT, talið frá vinstri, Davíð Valdimar Arnalds, Halldór Gunnarsson, Guðni Einarsson og Ólafur Friðrik C. Rowell.

Adalfundur-2025_3Nýr formaður FRT, Guðni Einarsson, þakkar fráfarandi formanni, Hirti Árnasyni, fyrir rúmlega tveggja áratuga starf í þágu félagsins.

Adalfundur-20025_1Pétur H. Halldórsson, formaður Sart, færði Hirti Árnasyni þakkir.