Fréttasafn1. des. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafverktaka á Norðurlandi

Aðalfundur Félags rafverktaka á Norðurlandi var haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 25. nóvember. Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa Aðalsteinn Þór Arnarsson, Gunnar Ingi Jónsson, Gísli Sigurðsson og Jónas M. Ragnarsson.

Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum fluttu þeir Óskar Frank Guðmundsson og Ólafur Ívar Baldvinsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, erindi þar sem þeir meðal annars fóru yfir áhugaverðar nýjungar frá HMS sem snúa að starfi löggiltra rafverktaka. Eftir aðalfundinn buðu birgjar á Akureyri fundarmönnum og mökum þeirra til veglegs kvöldverðar á Múlabergi.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, Aðalsteinn Þór Arnarsson, Jónas M. Ragnarsson, Gunnar Ingi Jónsson og Hjörleifur Stefánsson, formaður SART

Adalfundur-2021_2Aðalsteinn Þór Arnarsson, Jónas M. Ragnarsson og Gunnar Ingi Jónsson.