Fréttasafn



30. nóv. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags rafverktaka á Suðurlandi, FRS, sem haldinn var á Hótel Selfossi miðvikudaginn 24. nóvember. Í stjórn eru Magnús Gíslason, formaður, Guðjón Guðmundsson, gjaldkeri, Sölvi Ragnarsson, ritari, og Hermann G. Jónasson, varamaður.

Í lok fundar fluttu þeir Óskar Frank Guðmundsson og Ólafur Ívar Baldvinsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, erindi þar sem þeir meðal annars fóru yfir áhugaverðar nýjungar frá HMS sem snúa að starfi Löggiltra rafverktaka.

Á myndinni fyrir ofan eru Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, Guðjón Guðmundsson, gjaldkeri FRS, Magnús Gíslason, formaður FRS, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART.

FRS1Guðjón Guðmundsson tekur við sjóðsbók Félagsins úr hendi Magnúsar Gíslasonar.

FRS2Óskar Frank Guðmundsson og Ólafur Ívar Baldvinsson frá HMS.

FRS3Hluti fundarmanna á aðalfundi FRS.