Fréttasafn



20. des. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags rafverktaka á Suðurlandi sem var haldinn á Selfossi í gær. Formaður félagsins er Magnús Gíslason og á fundinum var Guðjón Guðmundsson endurkjörinn til þriggja ára og Ragnar Ólafsson kom nýr inn í stjórn félagsins. Varamaður var endurkjörinn Hermann G. Jónsson. Félag rafverktaka á Suðurlandi er aðildarfélag Samtaka rafverktaka, Sart.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru umræður um öryggis- mennta- og réttindamál rafiðnaðarmanna. Að fundi loknum bauð Reykafell ehf. fundarmönnum til glæsilegs kvöldverðar á Hótel Selfoss.

Á myndinni hér fyrir ofan er stjórn Félags rafverktaka, Guðjón Guðmundsson, Magnús Gíslason og Ragnar Ólafsson.

Adalfundur-des-2024_2Hluti fundarmanna, talið frá vinstri, Guðjón Guðmundsson, Þorgils Gunnarsson, Sölvi Ragnarsson, Guðmundur Smári Jónsson, Jens Pétur Jóhannsson, Ragnar Ólafsson og Magnús Gíslason.