20. des. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags rafverktaka á Suðurlandi sem var haldinn á Selfossi í gær. Formaður félagsins er Magnús Gíslason og á fundinum var Guðjón Guðmundsson endurkjörinn til þriggja ára og Ragnar Ólafsson kom nýr inn í stjórn félagsins. Varamaður var endurkjörinn Hermann G. Jónsson. Félag rafverktaka á Suðurlandi er aðildarfélag Samtaka rafverktaka, Sart.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru umræður um öryggis- mennta- og réttindamál rafiðnaðarmanna. Að fundi loknum bauð Reykafell ehf. fundarmönnum til glæsilegs kvöldverðar á Hótel Selfoss.

Á myndinni hér fyrir ofan er stjórn Félags rafverktaka, Guðjón Guðmundsson, Magnús Gíslason og Ragnar Ólafsson.

Adalfundur-des-2024_2Hluti fundarmanna, talið frá vinstri, Guðjón Guðmundsson, Þorgils Gunnarsson, Sölvi Ragnarsson, Guðmundur Smári Jónsson, Jens Pétur Jóhannsson, Ragnar Ólafsson og Magnús Gíslason.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.