Fréttasafn



10. jún. 2024 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki

Ný stjórn Félags vinnuvélaeigenda

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Félags vinnuvélaeigenda sem fór fram föstudaginn 31. maí í Húsi atvinnulífsins. Í stjórn voru kjörin Vilhjálmur Þór Matthíasson, formaður, Gísli Elí Guðnason, varaformaður, Ívan Örn Hilmarsson, Pétur Kristjánsson og Sólveig Margrét Kristjánsdóttir.  

Á fundinum var samþykkt að breyta nafni félagsins í Samtök innviðaverktaka. Þá var einnig samþykkt nýtt lógó samtakanna og ný stefna sem felur í sér helstu áherslumál, hlutverk og sýn samtakanna. Hlutverk Samtaka innviðaverktaka, samkvæmt nýsamþykktri stefnu, er að stuðla að bættu starfsumhverfi innviðaverktaka, vera sterkur málsvari félagsmanna, upphefja ímynd greinarinnar og tryggja öflugt alþjóðlegt samstarf við systursamtök.

2Vilhjálmur Þór Matthíasson, formaður félagsins og framkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar.

4_1718011962717Bjartmar Steinn Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar.