Fréttasafn



29. okt. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök fyrirtækja í málm– og skipaiðnaði

Ný stjórn Málms

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Málms - samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. Í stjórn eru Helgi Guðjónsson, formaður, Marel, Bjarni Thoroddsen, Stálsmiðjan-Framtak, Stefán Sigurðsson, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Eiríkur S. Jóhannesson, Slippurinn Akureyri, Freyr Friðriksson, KAPP, Daníel Óli Óðinsson, JSÓ, Ólafur R. Guðjónsson, Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar, María Jónsdóttir, Héðinn, og Rannveig Jónsdóttir, Ferro Zink. Þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem tvær konur taka sæti í stjórn Málms. 

Á fundinum var ársskýrsla Málms flutt þar sem fjallað var um helstu verkefni og störf stjórnar á liðnu starfsári. Þá var ársreikningi og fjárhagsáætlun félagsins gerð skil.

Málmiðnaður nýtur vaxandi eftirspurnar 

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, erindi þar sem hann fjallaði um stöðu og þróun íslenska hagkerfisins með sérstaka áherslu á málmiðnaðinn. Í erindi hans kom fram að nú njóti málmiðnaðurinn vaxandi eftirspurnar á innlendum og erlendum mörkuðum. Hann sagði að í þessu felist tækifæri fyrir greinina sem væri ljóst að greinin sé að nýta. Ingólfur sagði veltuna í greininni vera að aukast hratt og starfsmannafjöldinn væri vaxandi. Hann  sagði áskoranir felast hins vegar m.a. í erfiðleikum í aðfangakeðjunni. Tafir hafi verið í afhendingu aðfanga og verð á flutningum og hrávöru hækkað verulega. Við þetta bætist nokkuð hátt raungengi krónunnar m.v. að hagkerfið sé að koma út úr erfiðri efnahagslægð. Ingólfur sagði þessa þættir dragi úr vexti greinarinnar um þessar mundir og muni eflaust gera það áfram á næstunni þó að líklegast væri um tímabundið ástand að ræða. Að loknu erindi Ingólfs sköpuðust áhugaverðar umræður.

Hér er hægt að nálgast glærur Ingólfs frá fundinum.

Í lok fundar kynnti Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Málms, viðburðardagskrá Málms fyrir starfsárið 2021-2022. 

Adalfundur-Malms-2021_2

Adalfundur-Malms-2021_3

Adalfundur-Malms-2021_5

Adalfundur-Malms-2021_6