Fréttasafn5. ágú. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Rafmenntar

Ný stjórn Rafmenntar var kosin á aðalfundi sem haldinn var fyrr í sumar. Í nýrri stjórn sitja Helgi Rafnsson, Hjörleifur Stefánsson, Sigurður Gunnarsson, Vilmundur Sigurðsson, Kristján D. Sigurbergsson (varamaður), Andri Jóhannesson, Hilmar Guðmannsson, Jakob Tryggvason, Margrét Halldóra Arnarsdóttir og Finnur Víkingsson (varamaður).  

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá vinstri, Margrét Halldóra Arnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Vilmundur Sigurðsson, Helgi Rafnsson, Hilmar Guðmannsson, Jakob Tryggvason, Kristján D. Sigurbergsson og Hjörleifur Stefánsson. 

Rafmennt heldur reglulega endurmenntunarnámskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í raf- og tækniiðnaði og sér um kennslu fagnámshluta meistaraskólans. Einnig heldur Rafmennt úti rafbók.is sem er netbókasafn rafiðnaðarins og hefur umsjón með raunfærnimati og sveinsprófum. Það eru Samtök rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) sem tilnefna í stjórn Rafmenntar.