Fréttasafn3. feb. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn Rafverktakafélags Suðurnesja

Á aðalfundi Rafverktakafélags Suðurnesja, RS, sem var haldinn á Hótel Keflavík í gær var ný stjórn kosin. Arnbjörn Óskarsson var endurkjörinn formaður og Ólafur Róbertsson kom nýr inn í stjórn sem varamaður. Í nýrri stjórn RS eru því Arnbjörn Óskarsson, formaður, Guðmundur Þ. Ingólfsson, ritari, Björn Kristinsson, féhirðir, og Ólafur Róbertsson, varamaður.

Fundinn sóttu tæplega 20 manns og að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var Ólafur Jónsson forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins með kynningu á Nemastofu og þeirri þjónustu sem þar er að finna við fyrirtæki sem vilja bjóða iðnnemum uppá vinnustaðanám. Þá flutti Valdemar G. Valdemarsson skólastjóri Raftækniskólans fróðlegt erindi sem hann kallaði Rafgæði og jarðbindingar.

Að fundinum loknum bauð Ottó E. Guðjónsson fyrir hönd Reykjafells upp á glæsilegan kvöldverður á Hótel Keflavík. 

Á myndinni hér fyrir ofan er stjórn RS, talið frá vinstri Arnbjörn Óskarsson, Björn Kristinsson, Guðmundur Þ. Ingólfsson og Ólafur Róbertsson.

20230202_183039Aðalfundurinn fór fram á Hótel Keflavík.

Arnbjorn-og-Otto-E.-GudjonssonArnbjörn Óskarsson, formaður RS, og Ottó E. Guðjónsson hjá Reykjafelli. 

Valdemar-G.-ValdemarssonValdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans.