Ný stjórn Samtaka leikjaframleiðenda
Ný stjórn var kosin á aðalfundi Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. Halldór Snær Kristjánsson, Myrkur Games, var endurkjörinn einróma sem formaður IGI til eins árs. Fjórir nýir meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörnir Stefán Björnsson frá Solid Clouds, Ingólfur Ævarsson frá Porcelain Fortress, Guðmundur Kristjánsson frá 1939 Games og Baldvin Albertsson frá Vitar Games. Kosnir voru varafulltrúar til eins árs Helga Bjarnadóttir frá Sólfar / Mainframe Industries og Einar Þór frá Directive Games. Fyrir í stjórn var Eldar Ástþórsson frá CCP sem situr nú sitt annað ár af tveimur sem meðstjórnandi.
Hér er hægt að nálgast ársskýrslu IGI sem kynnt var á fundinum.
Myndin hér fyrir ofan er af formanni IGI Halldóri Snæ Kristjánssyni.