Fréttasafn1. jún. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Ný stjórn SART

Samtök rafverktaka, SART, hélt aðalfund sinn síðastliðinn föstudag á Grand Hótel Reykjavík. Formaður SART, Hjörleifur Stefánsson, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Á fundinum var reikningum félagsins gerð skil. Lárus Andri Jónsson og Arnbjörn Óskarsson voru kosnir skoðunarmenn reikninga félagsins. Einnig voru fluttar skýrslur aðildarfélaga um störf þeirra á liðnu starfsári auk þess sem gerð var grein fyrir starfi helstu stjórna og nefnda. Að auki kynnti Andri R. Haraldsson yfirstandandi verkefni um samræmdar magntölulýsingar undir forustu ákvæðisvinnustofu Rafiðna. Þá voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar SART og Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, kynnti þjónustu sem félagsmönnum stendur til boða. Að lokum var kynntur  uppfærður samningur SART við RSÍ um aðgang félagsmanna SART að Sjúkrasjóði RSÍ. Að aðalfundi loknum bauð Johan Rönning, Reykjafell og Smith & Norland fundarmönnum til veglegs hádegisverðar.

Rafverktakar_hopmyndir-1Stjórn og framkvæmdastjóri SART. Talið frá vinstri sitjandi eru Aðalsteinn Þ. Arnarsson, FRN, Pétur H. Halldórsson, FLR, varaformaður, Hjörleifur Stefánsson, formaður, og Svanur F. Jóhannsson, FRA. Standandi frá vinstri eru Arnbjörn Óskarsson, RS, Magnús Gíslason, FRS, Helgi Rafnsson, FLR, Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, Friðrik Fannar Sigfússon, FLR, Sævar Óskarsson, FRVF og Magnús Guðjónsson, FRVL. Á myndina vantar Sigurð Gunnarsson, FRT. Ljósmynd/Birgir Ísleifur.

Adalfundur-mai-2021-1-Hjörleifur Stefánsson, formaður SART.

Adalfundur-mai-2021-2-Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART.