Fréttasafn6. apr. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök upplýsingatæknifyrirtækja

Ný stjórn SUT

Ný stjórn Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, SUT, var kosin á aðalfundi samtakanna sem haldinn var fyrir skömmu. Formaður er Gunnar Zoega, Origo, og meðstjórnendur eru Kristín Helga Magnúsdóttir, Credit Info, Jóhann R. Benediktsson, Curron, Jóhannes Helgi Guðjónsson, Wise, Haraldur A. Bjarnason, Auðkenni, Tryggvi Hjaltason, CCP, og Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa (VHS). 

Á myndinni er nýr formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, Gunnar Zoega hjá Origo.