Nýnemar á rafvirkjabraut fá afhentar spjaldtölvur
27 nýnemar á rafvirkjabraut Fjölbrautarskóla Vesturlands hafa fengið afhentar spjaldtölvur frá Rafiðnaðarsambandi Íslands og Samtökum rafverktaka en félögin hafa frá haustinu 2016 fært nemendum í rafiðnaði spjaldtölvur að gjöf.
Þessar tölvur munu nýtast vel í námi og starfi en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð rafræns námsefnis á www.rafbok.is sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið.
Nú leggja 80 nemendur stund á nám í rafiðngreinum við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Með þessari gjöf er aðgengi rafiðnnema að þessu námsefni tryggt.
Á myndinni eru nemendur sem fengu spjaldtölvu ásamt Dröfn Viðarsdóttur, aðstoðarskólameistara, Margréti Halldóru Arnarsdóttir, formanni FÍR, Kristjáni Daníel Sigurbergssyni, framkvæmdarstjóra SART, Báru Laxdal Halldórsdóttur, verkefnastjóra Rafbókar hjá RAFMENNT, og Þór Pálssyni, framkvæmdastjóra Rafmennt.