Fréttasafn



9. sep. 2022 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Nýr formaður blikksmiðjueigenda á Norðurlöndum

Sævar Jónsson, eigandi Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi og formaður Félags blikksmiðjueigenda, er nýr formaður Félags blikksmiðjueiganda á Norðurlöndum, Ventilasjons- og Blikkenslagerbedriftenes Landsforbund, til tveggja ára. Árlegur fundur formanna Félags blikksmiðjueigenda á Norðurlöndunum var haldinn í Noregi fyrir skömmu þar sem Íslendingur var valinn formaður samtakanna í fyrsta skipti.

Á myndinni er Jörgen Rasmusson hjá Lödde Plåt í Svíþjóð, t.v., og Sævar.

Á vef Skessuhorns er viðtal við Sævar.