Nýr formaður Klæðskera- og kjólameistarafélagsins
Á aðalfundi Klæðskera- og kjólameistarafélagsins sem haldinn var rafrænt var kosin ný stjórn sem í eru Vala Rut Sjafnardóttir Friðjónsdóttir, Birna Sigurjónsdóttir, Aldís Lind Hermannsdóttir, Katla Sigurðardóttir, Inga Ásta Bjarnadóttir, Lísa Björk Hjaltested og Guðrún Svava Viðarsdóttir sem er nýr formaður félagsins.
Á myndinni sem tekin var á aðalfundinum er fráfarandi formaður, Berglind Magnúsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir hjá SI og nýr formaður, Guðrún Svava Viðarsdóttir og á skjánum eru aðrar félagskonur.