Fréttasafn



4. okt. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Nýr formaður Samtaka leikjaframleiðenda

Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri Myrkur Games, var kjörinn formaður á auka-aðalfundi Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í vikunni. Halldór er jafnframt fulltrúi leikjaiðnaðar í nýskipuðu Hugverkaráði SI. Halldór hefur setið í stjórn IGI síðan 2019. Halldór Snær er einn þriggja stofnenda fyrirtækisins Myrkur Games. Myrkur Games hefur staðið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og vinnur nú að leiknum „Echoes of the End“ í samstarfi við alþjóðlega leikjaútgefandann Plaion. Leikurinn sem er sögudrifinn hasar-ævintýraleikur verður gefinn út fyrir borð- og leikjatölvur.

Þorgeiri Frímanni Óðinssyni, fráfarandi formanni samtakanna, voru þökkuð góð störf á fundinum. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs afhenti fráfarandi formanni blómvönd í kveðjuskyni.

Þorgeir Frímann Óðinsson fráfarandi formaður og Halldór Snær Kristjánsson nýkjörinn formaður IGI.

IMG_7977Þorgeir Frímann Óðinsson og Sigríður Mogensen.

IMG_7971Fundurinn fór fram á skrifstofu SI í Húsi atvinnulífsins.