Fréttasafn



28. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Nýr vefur IGI opnaður

Samtök tölvuleikjaframleiðanda, IGI, opnaði nýjan vef, igi.is, í gær á fundi sem var í beinu streymi frá Grósku. Á vefnum er hægt að nálgast helstu hagtölur íslensks leikjaiðnaðar þar sem meðal annars kemur fram að á árinu 2020 hafi 380 verið starfandi í iðnaðinum, veltan verið 61 milljarður dollarar, fjárfestingar 13 milljarðar dollarar og fyrirtækin í atvinnugreininni hafi verið 17 talsins.

Á vefsíðunni er hægt að nálgast upplýsingar um einstök tölvuleikjafyrirtæki og leikina sem þau framleiða. Auk þess sem birt er skýrsla samtakanna sem hefur verið uppfærð frá fyrstu útgáfu, The State of the Industry.