Fréttasafn



30. mar. 2022 Almennar fréttir Nýsköpun Samtök álframleiðenda á Íslandi

Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 30. mars kl. 14-16. Dagskrá er fjölbreytt að vanda þar sem gefin verður innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu. Hér er hægt að skrá sig.

Dagskrá

  • Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verfræði- og náttúruvísindasviðs
  • Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
  • Snjallar lausnir í álframleiðslu - María Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og upplýsingatækni hjá Alcoa
  • Steinunn Dögg Steinsen, yfirmaður umhverfis- og öryggismála álvera hjá Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls.
  • Áliðnaðurinn í átt til kolefnishlutleysis, Bjarni Már Gylfason, leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Isal

Örerindi

  • Aðstaða til tæknirannsókna fyrir orkuiðnað, Guðbjörg Óskarsdóttir, klasastjóri Álklasans og framkvæmdastjóri Tækniseturs
  • Endurvinnsla kerbrota - Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Gerosion og Ísstál
  • Loftslagsvæn kolefnislaus álframleiðsla - Jón Hjaltalín Magnússon, Arctus Aluminium
  • Nýr umhverfisvænn kragasalli og arftaki koltjörubiks - Kristján Friðrik Alexandersson, Álvit
  • Nýsköpunarmolar í HR - Guðrún Sævarsdóttir, dósent Háskólanum í Reykjavík
  • Evrópusamstarf í áltengdum þróunarverkefnum - Guðmundur Gunnarsson, Tæknisetur
  • Afhending nemendaviðurkenninga og kynning á nemendaverkefnum

Á þessum hlekk er hægt að nálgast streymi frá fundinum: https://livestream.com/hi/nyskopunarmotalklasans

Mynd3_1648043572250