Fréttasafn11. sep. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál Iðnaður og hugverk

Nýtt hugmyndahús rís í Vatnsmýri

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, skoðuðu  Grósku sem er nýtt hugmyndahús sem verið er að reisa í Vatnsmýri. Gróska er 17.500 fermetrar að stærð á fjórum hæðum og verður aðalinngangur hússins frá Sturlugötu. Í húsinu verða meðal annars nýjar höfuðstöðvar CCP og Vísindagarðar HÍ. 

Fulltrúar Grósku, þeir Sigurður Ólafsson og Árni Geir Magnússon, kynntu hugmyndafræðina á bak við húsið en það er hugsað sem suðupottur nýsköpunar hvort heldur er fyrir einyrkja eða fjölmenn fyrirtæki. Staðsetning hússins ýtir undir samstarf við háskóla á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköpunar og á húsið að vera stökkpallur fyrir frumkvöðla. Stefnt er að opnun Grósku í desember næstkomandi. 

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigurður Hannesson, Árni Geir Magnússon, Sigríður Mogensen og Sigurður Ólafsson.