Fréttasafn



30. maí 2022 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Nýtt myndband YR um starf ráðgjafarverkfræðingsins

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga frumsýndu nýtt kynningarmyndband í Húsi atvinnulífsins síðastliðinn miðvikudag við góðar undirtektir gesta. Myndbandið sýnir starf ráðgjafarverkfræðingsins og þann fjölbreytileika sem starfið býður upp á. Því er ætlað að auka innsýn almennings inn í störf verkfræðinga á almenna markaðnum og vekja athygli áhugsamra nemenda á skemmtilegu og fjölbreyttu umhverfi ráðgjafaverkfræðingsins. Framundan er kynningarstarf Yngri ráðgjafa á viðburðum á vegum framhalds- og háskóla landsins og verður myndbandið í forgrunni þeirra kynninga. Að auki verða styttri útgáfur myndbandsins sýndar á Facebook og Instagram.

Á sama viðburði fengu Yngri ráðgjafar góða heimsókn frá Ásbjörgu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem sagði frá vegferð sinni sem verkfræðings og veitti gestum innsýn inn í fjölbreyttar námsleiðir sem stóðu henni til boða. Að erindi loknu sköpuðust góðar umræður um hina ýmsu anga á störfum ráðgjafarverkfræðinga og hvatti Ásbjörg gesti til frjórra hugsana og að vera óhrædda við að opna á nýjar leiðir við veitingu ráðgjafar við störf sín fyrir verkkaupa.

Hér er hægt að nálgast myndbandið:

https://vimeo.com/715148061



IMG_8010Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun.

IMG_8015
IMG_8017