Óbreytt stjórn Félags blikksmiðjueigenda
Á rafrænum aðalfundi Félags blikksmiðjueigenda sem haldinn var í gær var stjórn félagsins veitt umboð til að starfa óbreytt fram að næsta aðalfundi vorið 2021, að tillögu uppstillinganefndar.
Á fundinum flutti formaður félagsins, Sævar Jónsson, skýrslu um félagsstarfið á liðnu starfsári 2019 ásamt því að gjaldkeri félagsins, Sævar Kristjánsson, sem jafnframt var fundarstjóri, fór yfir ársreikning félagsins.
Stjórn félagsins situr óbreytt fram að næsta aðalfundi en í stjórninni eru Sævar Jónsson, formaður, Ágúst Páll Sumarliðason, Hallgrímur Atlason, Sævar Kristjánsson, Sigurrós Erlendsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson og Stefán Þ. Lúðvíksson.
Myndin hér fyrir ofan var tekin á aðalfundi félagsins á síðasta ári þegar stjórnin var kosin.