Fréttasafn3. mar. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök sprotafyrirtækja

Öflugt starfsár að baki hjá Samtökum sprotafyrirtækja

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica, var endurkjörin formaður Samtaka sprotafyrirtækja á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í gær. Á fundinum var farið yfir starfsár samtakanna og félagsmönnum gafst færi á að spyrja stjórn spjörunum úr og marka stefnu fyrir næsta starfsár. Fundargestir voru sammála um að árið hafi verið árangursríkt og að stjórn hafi sinnt starfi sínu vel. Áherslumál samtakanna skiptast í fjögur svið; fjármagn, umhverfi, ímynd og annað tilfallandi sem varðar hagsmuni sprotafyrirtækja hverju sinni.

Samtök sprotafyrirtækja eru öflugustu hagsmunasamtök sprotafyrirtækja á Íslandi en í samtökunum eru yfir 50 fyrirtæki í ólíkri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin eru á ólíkum vaxtarstigum en eiga það öll sameiginlegt að vera með veltu undir milljarði íslenskra króna og verja stórum hluta veltu sinnar í rannsóknir og þróun.

Ásamt Fidu voru kjörin í stjórn þau Alexander Jóhönnuson, stofnandi Ignas, Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers, Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia og Róbert Helgason, framvkæmdastjóri KOT. Fyrir í stjórn sátu Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, og Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ALOR.

Hér má nálgast kynningu formanns á ársskýrslu samtakanna en þar er farið yfir áhersluatriði stjórnar. 

Ný stjórn SSP, talið frá vinstri, Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers, Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT, Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ALOR,  Alexander Jóhönnuson, stofnandi Ignas, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica, og Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia. 

Adalfundur-02-03-2023_1Fida Abu Libdeh var endurkjörin formaður SSP.

Adalfundur-02-03-2023_2

Adalfundur-02-03-2023_3Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri SSP hjá SI, stýrði fundinum.