Ógilda útboð Ríkiskaupa um öflun loftmynda
Kærunefnd útboðsmála hefur ógilt útboð Ríkiskaupa um öflun loftmynda, fyrir hönd umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins. Í fréttinni segir jafnframt að Ríkiskaupum sé þar með gert að bjóða innkaupin út að nýju með lögmætum hætti auk þess sem ráðuneytinu og Ríkiskaupum sé gert að greiða Loftmyndum ehf., sem er aðildarfyrirtæki SI, milljón krónur í málskostnað, en fyrirtækið Loftmyndir kærði útboðið til kærunefndarinnar líkt og greint var frá á mbl.is í maí síðastliðnum.
Morgunblaðið, 28. ágúst 2023.