Fréttasafn22. des. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Opið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Vinnustaðanámssjóð, lokað verður fyrir umsóknir 20. janúar kl. 15.00. Styrkirnir eru ætlaðir fyrir fyrirtæki og stofnanir vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun eru skilgreindir hlutar námsins. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Samtök rafverktaka, SART, leggja mikla áherslu á að nemar eigi greiðan aðgang að vinnustaðanámi. Félagsmenn SART kappkosta að haga starfsemi fyrirtækja sinna á þann veg að þeir geti tekið nema í vinnustaðanám og stuðlað þannig að vexti og viðgangi rafiðngreina. Þór Pálson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, veitir allar upplýsingar í gegnum netfangið thor@rafmennt.is.

Á vef Rannís er hægt að nálgast frekari upplýsingar.