Fréttasafn14. des. 2022 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Pípulagningadeild Tækniskólans fær góðar gjafir

Fulltrúar Byko færðu fyrir skömmu pípulagningadeild Tækniskólans gjafir frá Grohe en um er að ræða hreinlætistæki af nýjustu gerð. Auk þess mættu sérfræðingar frá Grohe til að kenna uppsetningu á tækjunum. 

Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara og kennari í pípulögnum, tók á móti gjöfinni og sagði við það tilefni að slíkar gjafir væru mikill hagur fyrir Tækniskólann þar sem með þeim gefist tækifæri til að vinna með nýjustu vörurnar á markaðnum og væri það ómetanlegt fyrir nemendur í pípulögnum að fá slíkar gjafir.

Á myndinni er Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara og kennari í pípulögnum, lengst til vinstri ásamt fulltrúum Byko og Grohe.