Fréttasafn



29. nóv. 2023 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki

Pípulagningasveit Almannavarna að störfum í Grindavík

Í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn fimmtudag var greint frá því að á milli 40 og 50 pípulagningamenn væru að störfum í Grindavík til að tryggja lagnir. Pípulagningasveit Almannavarna var mætt til Grindavíkur auk rafverktaka á vegum Samtaka rafverktaka. Starfsmenn HS Veitna voru einnig að störfum við að koma stofnlögnum í lag. Í viðtali Benedikts Sigurðssonar, fréttamanns, við Þorstein Einarsson hjá Lagnaþjónustu Þorsteins í Grindavík sem er aðili að Félagi pípulagningameistara kemur fram að það séu um 80 hús sem sé verið að koma hita á og gera þau klár fyrir veturinn sem sé að koma. Þorsteinn telur að það ætti að vera kominn hiti á öll hús eftir daginn. Það séu þó undantekningar, sum hús séu ónýt og bannað að fara inn í þau af öryggisástæðum en þau séu fá. Hann segir frá því að byrjað sé að mynda lagnir og hæðamæla. Þorsteinn segir að það sé ekki hægt að meta hvort lagnir séu ónýtar fyrr en búið sé að skoða þær. 

Í fréttinni kemur fram að ekki sé búið að mynda þær lagnir í þeim hverfum sem verst hafa orðið úti. 

RÚV, 23. nóvember 2023.

RUV-23-11-2023_1701251139323Þorstein Einarsson hjá Lagnaþjónustu Þorsteins í Grindavík.

RUV-23-11-2023_2Pípulagningasveit Almannavarna að störfum í Grindavík.