Fréttasafn21. okt. 2020 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Ráðgjafarverkfræðingar ræða mat á umhverfisáhrifum

Félagsfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, fór fram í morgun með rafrænum hætti. Á fundinum hélt Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ, erindi um málsmeðferð við leyfisveitingar og mat á umhverfisáhrifum. Greindi hún frá niðurstöðum greiningar um þessi mál sem VSÓ ráðgjöf vann á vegum Samorku, SA, SI og FRV. Farið var yfir tillögur til að einfalda ferla en mikið er um tvíverknað og óskilvirkni í núverandi kerfi.

Hér er hægt að nálgast glærur Bryndísar á fundinum.

Á fundinum var einnig farið stuttlega yfir störf stjórnar félagsins á síðastliðnu starfsári auk þess sem áherslumál stjórnar fyrir starfsárið voru mótuð.

Fundur-oktober-2020-1-Reynir Sævarsson, formaður FRV, fór yfir störf stjórnar félagsins.

Fundur-oktober-2020-2-Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ, flutti erindi á fundinum.