Fréttasafn



25. sep. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Samtök gagnavera

Ráðstefna norræns gagnaversiðnaðar í Reykjavík

Datacenter Forum Reykjavík fer fram í Grósku þriðjudaginn 24. október kl. 8-18.15. Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu strauma og stefnur í norrænum gagnaversiðnaði. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson er sérstakur gestur ráðstefnunnar og mun hann flytja ávarp ásamt Þorvarði Sveinssyni forstjóra Farice, Birni Brynjúlfssyni stjórnarformanni Data Centers by Iceland og Haraldi Hallgrímssyni framkvæmdasstjóra viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.

Meðal fyrirlesara og þátttakenda á ráðstefnunni eru Helga Waage, CTO & Co-founder, Mobilitus, Hanna Kristín Skaftadóttir, Program Leader, Business Intelligence & Assistant Professor, Bifröst University, Smári McCarthy, Founder, Ecosophy, Lars Lindegaard, Sales Director, IBM Infrastructure, Paula Gould, Founder & Lead Consultant, Float and gather ehf. & Co-founder, WomenTechIceland, Alexandra Leeper og Justine Vanhalst, Co-Founders Hringvarmi, Ýmir Vigfússon, CTO & Associate Professor at Emory University, Keystrike,  Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, CEO, KLAK-Icelandic Startups og Bala Kamallakharan, Founder, Startup Iceland

Hér er hægt að sjá dagskrá ráðstefnunnar og skrá sig.