2. jún. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Ræddu framtíð leikjaiðnaðar í Nýsköpunarvikunni

Samtök leikjaframleiðenda, IGI, stóðu fyrir vel sóttum viðburði undir yfirskriftinni „Framtíð leikjaiðnaðar“ í Nýsköpunarvikunni. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Esports Coaching Academy og Íslandsstofu. 

Á viðburðinum kynntu stofnendur fimm íslenskra leikjafyrirtæki væntanlega leiki sína fyrir gestum. Þá kom á viðburðinn sendinefnd erlendra blaðamanna sem hyggjast fjalla um íslenskan leikjaiðnað á sínum miðlum. 

Þau sem kynntu leikina voru Baldvin Albertsson hjá Vitar Games, María Guðmundsdóttir hjá Parity, Björn Elíeser Jónsson hjá Porcelain Fortress, Stefán Björnsson hjá Solid Clouds og Ólöf Svala Magnúsdóttir hjá Arctic Theory. 

1-2-
G81A8100
2-002-_1685698278487



Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.