Fréttasafn



3. nóv. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi Samtök fyrirtækja í málm– og skipaiðnaði

Rætt um hringrásarhagkerfi í málm- og véltækni

Málmur - samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði stóðu fyrir hádegisfundi í vikunni þar sem gestur fundarins var Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf. Bryndís fjallaði um hringrásarhagkerfið og hvernig úrgangsmálum er háttað hjá aðilum í leyfisskyldum rekstri. Farið var yfir kröfur um flokkun, meðhöndlun úrgangs og merkingar. Þá var farið yfir helstu áskoranir við endurnotkun og endurnýtingu. Að lokum var fundargestum gefið tækifæri til þess að spyrja Bryndísi spurninga og sköpuðust áhugaverðar umræður enda um að ræða málefni sem öll fyrirtæki hafa verið að fást við. 

Hér má nálgast glærur fundarins.

IMG_7913

IMG_7903