Rætt um undirbúning vegna fasteignaframkvæmda
Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir fræðslufundi fyrir fasteignaeigendur sem
eru að huga að framkvæmdum fyrir skömmu. Á fundinum sem fór fram í Húsi atvinnulífsins var farið yfir réttan undirbúning og þau rauðu flögg sem ber að varast í framkvæmdum. Þó nokkrir gestir mættu í salinn en einnig var fundinum streymt beint. Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi hjá Húseigendafélaginu, var fundarstjóri auk þess sem hún flutti erindi um ákvarðanatöku fjöleignarhúsa. Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, flutti erindi um rafmagnsöryggi á heimlum. Þorlákur Snær Helgason, sérfræðingur á brunavarnasviði hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, flutti erindi um brunavarnir á heimilum. Jón Freyr Sigurðsson, teymisstjóri í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, flutti erindi um eftirlit með fagaðilum í mannvirkjagerð. Þórunn Sigurðardóttir, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, flutti erindi um eftirlit með byggingarvörum. Bjartmar Steinn Guðjónsson og Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjórar hjá Samtök iðnaðarins, fluttu erindi um ráðleggingar fagmanna og góðan undirbúning. Góðar spurningar komu frá gestum fundarins og líflegar umræður sköpuðust í lok fundar sem snéru helst að ákvarðanatöku á vettvangi húsfélaga, ábyrgð eigenda við framkvæmdir, hvaða aðstoð væri unnt að sækja sér við góðan undirbúning og eftirlit með framkvæmdum og hvernig unnt væri að hafa uppi á ábyrgum og góðum iðnmeisturum til framkvæmda.
GLÆRUR
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
UPPTAKA
Hér er hægt að nálgast streymi fundarins:
MYNDIR
Myndir/BIG
Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá fundinum.
Elísa Arnarsdóttir, lögfræðingur og markaðsfulltrúi hjá Húseigendafélaginu,
Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Jón Freyr Sigurðsson, teymisstjóri í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Þórunn Sigurðardóttir, sérfræðingur í öryggi mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri hjá Samtök iðnaðarins.
Kristján Daníel Sigurbergsson, viðskiptastjóri hjá Samtök iðnaðarins.
Að erindum loknum var efnt til umræðna.
Frummælendur á fundinum.