Fréttasafn



16. nóv. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Rafmagn enn mikilvægara fyrir samfélagið 2025

Rafiðnaður mun hjálpa til við að leysa mörg stærstu viðfangsefni samfélagsins árið 2025. Með nýrri tækni og raforkukerfi framtíðarinnar mun rafmagn hafa enn meiri þýðingu fyrir samfélagið en hingað til en rafiðnaðurinn gegnir nú þegar mikilvægu hlutverk í samfélaginu. Þetta kemur fram í samantekt Tekniq og Dansk El-Forbund um framtíðarsýn danska rafiðnaðarins fram til ársins 2025 í þýðingu Ísleifs Árna Jakobssonar. 

Í samantektinni er bent á fjölda sviða sem þarf að vinna í til að styrkja rafiðnað. Þar kemur fram að viðfangsefnin séu mörg, til dæmis sjúkrahús, einkaheimili, vinnustaði, umferðarmiðstöðvar, vindmyllugarða og gagnaver sem byggja öll á því að rafmagn sé til staðar. Bæta þurfi sjálfvirkni og gera alla verkferla betri. En einnig snúist þetta um nýjar byggingar sem hafa góð vistvæn áhrif og virkni, og að bæta núverandi byggingar og nútímavæða þær. Einnig um orkunýtingu og að nýta sólarsellur, varmadælur og aðra endurnýjanlega orkugjafa þannig að Danmörk nái markmiðinu um grænu orkubreytingu.

Hér er hægt að nálgast samantektina: Framtíðarsýn rafiðnaðar í Danmörku