Fréttasafn



29. maí 2024 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Rafmennt útskrifar fjölda nemenda úr rafiðngreinum

Rafmennt útskrifaði fjölda nemenda úr rafiðngreinum síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Um var að ræða  29 rafvirkjameistara, 10 kvikmyndatæknifræðinga, 101 rafvirki og 3 rafeindavirkjar sem fengu afhent sveinsbréf. 

Nokkrir útskriftarnemendur hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur. Fannar Freyr Jónsson fékk verðlaun frá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) fyrir skriflegan árangur í rafvirkjun. Guðmundi Gunnarssyni var veitt verðlaun fyrir verklegan árangur í rafvirkjun. Gunnar Guðmundsson fékk einnig verðlaun frá Samtökum rafverktaka, Sart, fyrir heildarárangur í rafvirkjun. Halldór Stefán Laxdal Báruson fékk afhend verðlaun frá Félagi rafeindavirkja fyrir skriflegan árangur.

Þess má geta að bræðurnir Halldór Ingi og Jón Ágúst Péturssynir útskrifuðust báðir úr meistaranáminu en þeir eru synir Péturs H. Halldórssonar, formanns Félags löggiltra rafverktaka.

Rafvirkjameistarar.

Nysveinar-2024Rafvirkjar og rafeindavirkjar.

Kvikmyndataeknar-2024Kvikmyndatæknar.

Vidurkenning-fra-SARTGunnar Guðmundsson fékk afhent verðlaun frá Samtökum rafverktaka fyrir heildarárangur í rafvirkjun úr hendi Hjörleifs Stefánssonar, formanns samtakanna.

Petur-og-Halldor-IngiPétur H. Halldórsson, formaður Félags löggiltra rafverktaka, Halldór Ingi sonur hans sem er útskrifaður rafvirkjameistari og Hjörleifur Stefánsson, formaður Sart.

Petur-og-Jon-AgustPétur H. Halldórsson, formaður Félags löggiltra rafverktaka, og Jón Ágúst sonur hans sem er útskrifaður rafvirkjameistari.