Fréttasafn



8. jan. 2025 Almennar fréttir Mannvirki Menntun Samtök rafverktaka

Rafmennt útskrifar meistara og sveina í rafvirkjun

Útskriftarnemum Rafmenntar í meistaraskóla, kvikmyndatækni og sveinum í raf- og rafeindavirkjum voru afhent útskriftarskírteini við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica 20. desember. Að þessu sinni voru útskrifaðir 21 meistari, 24 nýsveinar í rafvirkjun, 7 nýsveinar í rafeindavirkjun og 10 kvikmyndatæknifræðingar

Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

Kristján Loftur Jónsson varð dúx í kvikmyndatækni og hlaut verðlaun frá Stúdío Sýrlandi.

Skafti Þór Einarson hlaut viðurkenningu frá FÍR fyrir góðan árangur í skriflega hluta sveinsprófs og Breki Gunnarsson hlaut viðurkenningu fyrir verklega hlutann. Breki Gunnarsson fékk einnig verðlaun frá SART fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafvirkjun

Félag rafeindavirkja veitti Albert Snær Guðmundsson viðurkenningu fyrir skriflegan árangur og Jakobi Bjarka Hjartarsyni fyrir verklegan árangur. Fyrir heildarárangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun hlaut Albert Snær Guðmundsson verðlaun frá SART.

Nýútskrifaðir meistarar fengu allir gjafabréf með árs aðild að Samtökum rafverktaka.

HSdes24Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, flutti ræðu við útskriftina.

Meistaranemar-des-24Útskrifaðir meistarar.