Fréttasafn



14. des. 2020 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Rafræn opinber þjónusta sparar tíma og fjármuni

Mikil tækifæri liggja í rafrænni þjónustu í opinberri stjórnsýslu sem getur einfaldað samskipti og stytt afgreiðslutíma. Þannig sparast bæði tími og fjármunir. Sérstaklega má ná fram hagfræðingur með rafrænni gátt fyrir flókna stjórnsýsluferla þar sem margir aðilar koma að. Þetta segir Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf, um helstu niðurstöður skýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Samorku, SI og SA um  leyfisveitingar og mat á umhverfisáhrifum. 

Í skýrslunni kemur fram að leyfisveitingaferli sé í dag flókið ferli sem sé bæði tímafrekt og óskilvirkt. Sömu gögn eru ítrekað lögð fram og dæmi eru um að framkvæmd fari 17 sinnum í umsagnarferli og að hver stofnun fjalli 10 sinnum um málið. Niðurstaða skýrslunnar er sú að hér á landi sé mat á umhverfisáhrifum óþarflega flókið miðað við löggjöf í nágrannalöndum. Með rafrænni gátt og breyttu verklagi væri hægt að einfalda matið verulega, án þess að skerða aðgengi almennings og hagsmunaaðila eða ganga gegn Evróputilskipunum.

Hér er hægt að horfa á myndband þar sem Bryndís Skúladóttir, ráðgjafi hjá VSÓ, fer yfir helstu niðurstöður skýrslunnar:

https://vimeo.com/490732078