Fréttasafn8. des. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

Rafrænn félagsfundur Samtaka arkitektastofa

Félagsfundur Samtaka arkitektastofa, SAMARK, var haldinn rafrænt í dag. Á fundinum voru áherslumál félagsins ákveðin og mynduðust góðar umræður meðal félagsmanna um málefni félagsins. 

Umræðuefnin á fundinum voru fjölbreytt og meðal þeirra voru málefni á borð við virðisaukandi arkitektúr, samskipti við opinbera verkkaupa, höfundaréttarmál og samkeppnir.

Fundur-08-12-2020Jón Ólafur Ólafsson, formaður SAMARK, stýrði fundinum.