Fréttasafn



22. nóv. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök fyrirtækja í málm– og skipaiðnaði

Rafrænn fræðslufundur um öryggi og menningu á vinnustað

Málmur stendur fyrir rafrænum fræðslufundi fyrir félagsmenn um öryggi og menningu á vinnustað fimmtudaginn 25. nóvember kl. 9.00-10.00.

Dagskrá

  • Hildur Arnars Ólafsdóttir, mannauðsstjóri Marel á Íslandi, fjallar um ábyrgð stjórnenda í mótun uppbyggilegrar vinnustaðamenningar og öruggs starfsumhverfis. 
  • Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, fjallar um ávinning góðrar vinnustaðamenningar.
  • Lilja Björk Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri Málms hjá SI, stýrir fundinum.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum SI. Þau sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn daginn fyrir fund.

Hér er hægt að skrá sig.