Fréttasafn10. maí 2021 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Rafrænn fundur um framtíðarráðgjafann

Yngri ráðgjafar, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, stendur fyrir rafrænum fundi þriðjudaginn 18. maí kl. 9.00-10.00 með yfirskriftinni Framtíðarráðgjafinn - tækifæri og áskoranir. Á fundinum velta Yngri ráðgjafar fyrir sér hvernig starf ráðgjafans muni breytast á næstu árum, m.a. í tengslum við starfsumhverfi, loftslagsbreytingar og tækniþróun ásamt því að bjóða til viðræðna reyndu fólki úr atvinnulífinu.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðinum:  https://us02web.zoom.us/j/82545853044

Fundarstjóri er Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI.

Dagskrá

  • Starfsumhverfi ráðgjafans – Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit og formaður YR
  • Loftslagsbreytingar – Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur, Ph.D., sérfræðingur í sjálfbærni og loftslagsmálum í mannvirkjahönnun hjá VSÓ ráðgjöf og stjórnarmaður í YR
  • Tækniþróun – Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu, stjórnarmaður í FRV og fyrrverandi stjórnarmaður í YR

Pallborðsumræður:

  • Arnar Kári Hallgrímsson, byggingarverkfræðingur hjá Eflu og fyrrverandi formaður YR
  • Egill Viðarsson, sviðsstjóri á sviði samgangna og umhverfis hjá Verkís
  • Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
  • Jóhannes B. Bjarnason, verkefnastjóri hjá Isavia