24. nóv. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Rafrænn fundur um íslenskan leikjaiðnað

Félag viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir rafrænum fundi um leikjaiðnaðinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 12.00-13.00. Yfirskrift fundarins er Er leikjaiðnaðurinn næsti vaxtargeiri á Íslandi? 

Á fundinum mun Vignir Örn Guðmundsson hjá CCP Games og formaður Samtaka leikjaframleiðenda fara yfir helstu atriði úr skýrslu um stöðu og framtíðarhorfur íslensks leikjaiðnaðar. Hann mun í framhaldinu stýra umræðum þar sem rætt verður við Sigurlínu Ingvarsdóttur hjá Bonfire Studios, Þorstein Baldur Friðriksson hjá Teatime Games og Þorstein Högna Gunnarsson hjá Mainframe Industries. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn og fá þeir sem skrá sig sendan hlekk á viðburðinn samdægurs.

Fvh

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.