Fréttasafn14. ágú. 2020 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Rafverktakar með Facebook-hóp

Samtök rafverktaka, SART, og Félag löggiltra rafverktaka, FLR, hafa sett upp lokaðan Facebook-hóp fyrir félagsmenn SART. Framtakið hefur vakið athygli og fjölmargar beiðnir borist frá félagsmönnum um aðgang að síðunni þar sem fram eiga að fara umræður um þau málefni sem tengjast rafverktökum. 

Petur_halldorsson_passamyndPétur Halldórsson, formaður FLR og varaformaður SART, segir að löggiltir rafverktakar innan samtakanna séu flestir að eiga við sömu áskoranirnar hvar sem þeir eru staddir á landinu. „Við vonumst til að sem flestir félagsmenn SART og FLR muni notfæra sér þennan vettvang til að skiptast á hugmyndum og upplýsingum.“