Reykjavíkurborg brýtur lög um opinber innkaup
Úrskurðað hefur verið í kærumáli sem hófst fyrir ári síðan þar sem Reykjavíkurborg var kærð vegna samnings við Orku náttúrunnar um rekstur, viðhald og LED-væðingu götulýsingar sem er 3,6 milljarða króna verkefni. Í Fréttablaðinu 15. maí 2020 var greint frá kærunni.
Í úrskurði kærunefndar útboðsmála er Reykjavíkurborg gert að greiða 2 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir viðvarandi og endurtekin viðskipti við Orku náttúrunnar um rekstur og viðhald götulýsinga í trássi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016. Einnig er borginni gert að bjóða út þjónustu við útskiptingu og uppsetningu LED-lampa í Reykjavík, auk þess að greiða Samtökum iðnaðarins 1 milljón kr. í málskostnað.
Hér er hægt að nálgast úrskurðinn í heild sinni.
mbl.is, 21. maí 2021
Fréttablaðið, 22. maí 2021
Morgunblaðið, 22. maí 2021
Morgunblaðið, 25. maí 2021