Fréttasafn22. jan. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Samtök arkitektastofa

SAMARK með fund um virðisaukandi arkitektúr

Samtök arkitektastofa, SAMARK, stendur fyrir fundi um virðisaukandi arkitektúr miðvikudaginn 3. febrúar kl. 14.00-15.00

Peter_Andreas_Sattrup-Joergen_True-WEB-002-Á fundinum mun Peter Andreas Sattrup, aðalráðgjafi – sjálfbærni, hjá Danske arkitektvirksomheder, systursamtökum SAMARK í Danmörku, kynna verkefni samtakanna „Arkitektúr skapar virði“ (e. architecture creates value). Hann mun fara yfir hvernig virði arkitektúr skapar, með hvaða hætti og fyrir hverja.

Fundurinn er opinn félagsmönnum SAMARK.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk á fundinn en mikilvægt er að skrá sig fyrir kl. 11 miðvikudaginn 3. febrúar. Fundurinn verður haldinn í gegnum Zoom.